:: miðvikudagur, mars 30, 2005 ::
.eymingjaskapur.
Var rétt í þessu að horfa á landsleik Ítalíu og Íslands í fótbolta á ítalska ríkissjónvarpinu og endaði leikurinn 0-0. Og menn fagna markalausu jafntefli í vináttulandsleik, hvar er metnaðurinn?! Það er ekki eins og það hafi verið að spila upp á eitt stig sem vantaði upp á til að komast á heimsmeistarakeppnina! Það er lágmark að reyna a.m.k. að vinna og spila fótbolta! "En þetta eru mjög góð úrslit gegn þvílíkri stórþjóð í fótbolta." Bla, bla, bla... inn á völlinn stigu 11 ítalir og jafn margir íslendingar, jafnir möguleikar í mínum augum. Sigur er takmarkið í allri keppni er það ekki? Þú keppir til að verða betri en einhver annar, annars geturðu alveg eins farið að stunda garðyrkju eða sandkornatalningu. Ég þoli ekki þessa helvítis ungmennafélagshugsjón um að vera með... bla, bla, bla... kepptu til sigurs án þess að skammast þín og þjást af minnimáttarkennd! Það getur að sjálfsögðu komið fyrir að menn tapi og er þá bara hægt að taka því af karlmennsku og stefna að því að gera betur næst. En fyrst verða menn að fokking reyna! Komasoooo!!! Áfram Í.R., áfram Ísland og áfram ég... you'll never walk alone en ég áskil mér rétt til sanngjarnrar gagnrýni burtséð frá árangri.