:: föstudagur, mars 25, 2005 ::
.á ég að sprauta honum?.
Alltaf verið að skamma mig fyrir að láta ekki vita af uppskurðinum. Fylgjast bara betur með! :p En hvað um það, hann er að baki svo nú verð ég með umbúðir og sauma á hægri hönd fram til 12. apríl. Sem þýðir þá að sjálfsögðu að ég þarf að gera allt með vinstri. Allt! Úff! En þetta er ekkert stórmál, fyrir utan helvítis særindin í hálsinum eftir slönguna sem ég fékk í kokið á meðan ég lúllaði og læknararnir tóku mig í sundur... Antonio læknir sagði a.m.k. að þetta hefði verið slanga vegna uppskurðarins og maður trúir öllu þegar maður er kominn í naríur frá spítalanum. Þá fyrst er maður orðinn aumkunarverður þegar maður er hálfnakinn í fötum sem passa manni ekki og á stendur "Eign þvottahúss rískispítalanna"!
Alveg er það magnað hvað fólkur er öflugur á djamminu þessa dagana... neita því ekki að maður hefur lúmskt gaman af fylleríssímtölunum og SMSunum. Fín tilbreyting að vera á edrú endanum! ;)