Æji, hvað íslenskt uppistand er ófyndið. Þessi þáttur á Skjáeinsömlum er eiginlega bara sorglegur í besta falli. Eru Þorsteinn Guðmundsson og Óskar Jónasson einu fyndnu mennirnir sem eftir eru á klakanum síðan Gnarrinn frelsaðist og fæst vart til að tala um annað en Ésú og hans lið?! Held það sé lýsandi dæmi fyrir uppistandsástandið að ég hef verið beðinn tvisvar eða þrisvar um að vera með spaugelsi á meðal almúgans! Það ættu allir að vita það núorðið að ég legg mig fram um að vera fremur leiðinlegur ungur maður, þrátt fyrir að það sé býsna erfitt þegar maður er svona náttúrulega skemmtilegur!