Þar sem dagurinn í gjær var alveg sérdeilis prýðilega leiðinlegur þá hef ég ákveðið að eiga frekar afmæli í dag og fagna í kveld með strákunum á einhverjum skítapöbb í Breiðholti yfir stórleik ársins, Liverpool og Chelsea (ímyndaðu þér bara, hefði forking rússinn fengið áhuga á ÍR þá værum við að tala um ÍR í undanúrslitum Meistaradeildarinnar!!!). Kveðjur og gjafir sem hafa verið að berast síðustu daga óskast því endurteknar.
Með fyrirfram þökk og von um góða mætingu á stórveislu aldarinnar laugardaginn 2. maí 2009 kl. 20.09.