Hvaða annarlegu hvatir skyldu liggja að baki er fólk býr til sögur um aðra og dreifir þeim án nokkurra bakþanka eða samvisku? Ég hef nú yfirleitt nokkuð gaman af sögunum um sjálfan mig (já merkilegt nokk þá er mín gríðar spennandi tilvera reglulega næring sagnameistara hvíta ruslsins!) enda kollurinn á mér í ágætu standi en lítið hef ég gaman af því þegar fólk sem ég þekki líður fyrir sögur sorglegra kjaftakjeddlinga (beggja kynja). Mikið hlýtur tilvera svona greyja vera sorgleg og innantóm. Og það er næstum jafn sorglegt að maður skuli eyða orku í að láta grey pirra sig. En what goes around, comes around... fólk skapar sér visst orðspor með svona háttalagi og endar rúið trausti og áreiðanleika. C'est la vie dudes and dudettes. Þar með lýkur klisju daxins. Amen.