:: þriðjudagur, júní 07, 2005 ::
.halelúja hanneraljúga.
Telst það virkilega fréttnæmt þegar íhaldssamur gamall maður rígheldur í gamlar kreddur og gagnrýnir samkynhneigt fólk, notkun getnaðarvarna, fóstureyðingar, óvígða sambúð, hjónabandsskilnaði og þess háttar hrikalegt frjálslyndi?! Ekki dytti fréttamönnum í hug að dreifa hatursfullum áróðri nýnasista t.d. (og hér heima við getur það jafnvel varðað við lög að viðra fordóma sína og fávisku opinberlega) en svo telst það sjálfsagt mál að dreifa áróðri gaurs sem bara vill svo til að vinnur hjá ásættanlegu félagi manna sem dýrkar gaurinn af því að hann fékk að vera páfi. Áróðri sem er til þess fallinn að ýta undir fordóma, hatur og fleiri mannlega harmleiki. Magnað nokk!
Trúleysinginn ég get með glöðu geði viðurkennt að trú einstaklingsins geti vel verið af hinu góða og hjálpi fjöldamörgum en svona fordómar og rökleysa sem einhver "æðri" einstaklingur hamrar á við hjörðina sína er hreinlega af hinu illa. Ekki sökum mannvonsku heldur fordóma og fáfræði sem mörg kindin gleypir svo við sem heilögum sannleika og dreifir áfram. En sem betur fer finnast enn þenkjandi manneskjur með gagnrýna og sjálfstæða hugsun... GUÐI SÉ LOF! ;)