Mér finnst auglýsingar Ídol-lurksins Davíðs Smára alveg hreint óborganlegar. Það er eikkva svo æðislega hallærislegt og white-trash við þessar auglýsingar að mig langar næstum því að kaupa diskinn! Næstum því. Og það einungis af því að auglýsingarnar minna mig á auglýsingu Hitlers í Fóstbræðraseríunni... Ebony and Ivoooory...
En ná annars hæfileikar og metnaður Ídol-raularanna og áskriftargjaldasmalaranna ekki lengra en að dæla út karókí-plötum út í eitt?! Er það íslenski draumurinn? Að selja sig smækkaðri útgáfu hins steingelda og síþreytta ammríska draums? Martröðinni þar sem nánast allt sem fæst spilað og þ.a.l. selst er framreitt og framleitt af feitum gömlum bissnissköddlum. Tja, maður spyr sig!