Mikið er ég nú feginn að við búum í þjóðfélagi þar sem við höfum stofnun á við Persónuvernd. Það er auðvelt fyrir Jón Jónsson að afskrifa úrskurði Persónuverndar sem ofsóknarbrjálæði, en væri fólki virkilega sama um að vinnuveitandi þess gæti fylgst með því í tíma og ótíma, að tryggingarfélag þess gæti neitað því um tryggingu sökum arfgengra sjúkdóma, að fyrirtæki gæti safnað saman (heilsufars, fjármagns...) upplýsingum um það og selt áfram... ég held ekki. Ofsóknarbrjálæði? Máski. Skynsemi? Ójá.