Djöfulsins forking schnilld! Eðalhelgi toppuð með tónleikum Hjálma á NASA í gærkveldi. Hrikalega gaman, sjaldan upplifað aðra eins stemmningu á tónleikum íslenskrar hljómsveitar enda var þetta eiginlega bara eins og að vera í stóru partýi frekar en á tónleikum. Og eins og NASA er mikill skítaskemmtistaður þá er þetta hinn besti tónleikastaður... það hafa verið jafn stórkostlegir tónleikar þar (Hjálmar, Mugison, Starsailor, Damien Rice...) og hafa verið viðbjóðslegir í íþróttahöllum landans þar sem hljómurinn er af álíka gæðum og aftansöngur undrabarnsins... athyglisvert að sjá hversu vel gengur að henda upp tónlistarhúsi, en það er allt annað nöldur, þessa stundina er Sólheimaglottið eftir helgina enn allsráðandi. Skál.