Á eftir sjálfum mér þá eru flatbökur ást lífs míns. Hið fullkomna æti... og eins og fróður maður sagði "Pizza is like sex... even when it's bad, it's good." (Lauslega þýtt: "Pjása. Namm, namm! Pizza. Namm namm bara líka.") Nú bregður svo við að flatbökuveldið Domino's býður upp á gígaviku þar sem fæðið er á tilboði (þ.e. eðlilegu verði). Þegar ég var ungur hétu þetta megavikur og skörtuðu dansandi Selfyssingi eða einhverjum álíka hrezzum fír. En gíga er meira og betra. One would think. Og jú mikið rétt, heilum hundrað krónum meira. Sjitturinn titturinn sko. Betra? Nei. Domino's er enn krapp merkilegt nokk og tilboðsvikur álíka hrezzandehh og "Frí heimsending/Tvær fyrir eina þegar sótt er".