:: fimmtudagur, september 15, 2005 ::
.af gefnu tilefni.
Það hefur borið á því síðastliðnar helgar að fólkur hafi samband við minns og fái eitt stykki "Hver ertu?!" til baka í smettið. Herrann hefur verið staddur í hreinsunareldi síðustu misserin (og frelsast til sjálfstrúar þar sem sjálfkynhneigð er einmitt lofsömuð) og þar brunnu til ösku ófá símanúmerin sem símalingnum fannst rykfallin um of. Hef öngva afsökun fyrir því þegar þetta gerist í feistúfeis-samskiptum nema máski að ég er gamall, hef fengið minn skammt af höfuðhöggum og er bara yfirleitt sama um hver fólkurinn er. Þetta eru ekkert verri skýringar en hvað annað... það telst víst ei móðins að segjast bara þykja einhver leiðinlegur.
En hvað um það. Mikilvægara þykir mér að leiðrétta misskilning sem farið um eins og eldur á loðnu baki. Snepillinn "Hér og nú" slær upp fyrirsögninni "Afgreiddi Clint Eastwood". Vil taka það fram að ég hef ekki "afgreitt" Clint Eastwood eða nokkurn annan íslenskufatlaðann einstakling nýverið. Um fortíðina vil ég aðeins segja what happens in Madison County stays in Madison County. Bið að heilsa Streeparanum ef þið rekist á kvikindið.