Það hlaut að koma að því. Allir í þessum klukk-leik í kringum mann og nú var minns klukkaður af
Mumms og
Unns. Og í stað þess að gera það sem búist er við af mér, vera fúll á móti og hundsa þetta sjitt, þá tek ek þátt í kjaftæðinu af hrezzleika miklum með bros á vör. Anyways, í þessu felst víst að ég á að opinbera fimm stykki tilgangslausar staðreyndir um sjálfan mig. Njótið vel.
1. Ég er víðsýnasti þröngsýnismaður sem ég þekki.
2. Ég er svartsýnasti bjartsýnismaður sem ég þekki.
3. Ég er skapversta glaðmenni sem ég þekki.
4. Ég er rauðhærðasta glæsimenni sem ég þekki.
5. Ég er skemmtilegasti Davíð sem ég þekki.
Máski ekki formið sem fólkið á að venjast á þessu sprelli en staðreyndir öngvu að síður! Svo nú er komið að mér að klukka fimm kvikindi.
Konni, klukk!
Elva, klukk!
Ísak, klukk! Og svona rétt til að lífga við nokkrar steindauðar síður...
Hrefna,
Gulli og
Ellen, klukk, klukk, klukk! (Reglur eiga ekki við um mig og ég hef alltaf verið hrifnari af sex, tölunni þ.e.)