Það er fokking pirrandi að eiga við bílasala. "Glæpamenn upp til hópa!" hrópar æstur múgurinn! "Svona, svona. Ljótt að alhæfa svona." segir réttsýnn Dabbi. En með einföldum verkfærum svo sem almennri skynsemi, reynslu fyrrverandi atvinnubílstjóra og vef Bílgreinasambandsins (
BGS.is) þá er ekki laust við að ég sé farinn að hallast að því að stétt bílasala fái síst of harðan dóm götunnar.
Tek sem dæmi samskipti mín við Suzuki-bíla í Skeifunni nú undir lok dags. Þeir auglýsa hið stórkost(u)lega tilboð, vaxtalaus 100% lán. Nema hvað að við nánari eftirgrennslan má sjá að vextirnir fóru ekki langt, þeir eru allir og gott betur komnir í verð sjálfrennireiðanna. Og svo dirfast þeir að kalla þetta "tilboðsverð" eðlilegt markaðsverð á markaði þar sem þvílíkt offramboð er á notuðum bílum að slíkt hefur vart áður sést! Já eru bílarnir þá ekki bara svona ríkulega búnir og vel farnir? Því er ekki að skipta í þessu tilfelli. Má þá ekki prútta verðið niður? Það má jú, en allt umfram örfáa þúsundkalla og þá skyndilega hverfur vaxtalausa "tilboðið" af borðinu!
En hvað um það, bílaveiðin heldur áfram. Bara ekki hjá veruleikafirrtum og skuggalegum sölumönnum né heldur téðum Suzuki-bílum enda sölumennskan á þeim bænum álíka spennandi og sprengidrulla.
Velkomnir bílasalar á sölumenn-dauðans-listann, sómið ykkur vel þar á meðal símasölumanna og fasteignasala. Að eilífu, amen.