:: þriðjudagur, október 18, 2005 ::
.draumaráðningahorn baldvins.
Ek stend á opnu svæði og eigi mjög fjarri fagurt fljóð nokkurt er kitlaði hjartað ekki margt fyrir löngu. Nema hvað að kvikindið gerir sér lítið fyrir og spúir eldi og brennisteini í áttina til mín! Án nokkurs árangurs þó því kaddlinn stendur pollrólegur og sjálfsöruggur mót ósköpunum og sveigir því sjittið allt framhjá. Magnað nokk.
Safnist nú saman lærðir sem ólærðir og rýnið í Davíðsskorpuna... efasemdarmenn sem ég er vilja benda á þvælu sem ofsaþreytu, meltingartruflanir ellegar geðveilu eru boðnir óvelkomnir þrátt fyrir kynæsandi viðhorf.