:: þriðjudagur, október 11, 2005 ::
.einn davíð á verði tveggja.
Það er assgoti skemmtilegt þegar manni tekst að koma fólki á óvart en jafnframt merkilegt hvað það þarf lítið til þess. Fór m.a. í spinning-tíma og á sinfóníutónleika í síðustu viku, smáræði sem þó virðist koma fólki alveg endalaust á óvart. Það er auðvitað öllum eðlislægt að vilja flokka allt og alla í veikri von um að veröldin verði aðeins einfaldari og minna kaotísk og þ.a.l. "öruggari". En það verður aldrei gengið að neinu sem vísu því allt er breytingum háð.