Mikið er nú fallegt af honum nafna mínum Oddssyni að ætla ekki að þiggja ríkuleg eftirlaunin er hann skammtaði sér og sínum. Þetta sýnir auðvitað hvað Dabbi er réttsýnn og góður enda tengir ekki nokkur maður þennan ágæta mann við stjórnmálaafl eða nokkurt annað er borið gæti skaða af neikvæðri umfjöllun.
Og mikið væri nú lekkert ef Bandaríkjamönnum, af öllum, tækist nú að rífa Halldór kvinnu Davíðs og kumpána af dollaraspenanum. Og það þó við höfum nauðug tekið þátt í ólöglegu stríði þeirra. Þá getum vér lox gengið um hnarreist og státað okkur er herlausu landi því jú, hver telur Hjálpræðisherinn með nema í mesta lagi Múmmínálfurinn!?