Og fyrst ég er að ræpa bögginu út um æðri endann þá spyr ég í sakleysi mínu; hvað er "Deildu myndunum"?! Þetta auglýsingaskot hefur sést á sjónvarpsstöðini Sírkús frá upphafi. Deildu myndunum. Deila hvaða myndum, með hverjum og hvers vegna?! Tell meeeeeeee... before I go normal!
Og talandi um imbakassann. Var að hoppa og skoppa á milli stöðva í gærkveld eins og skortur á athygli segir gjarnan til um og hnaut þá um leikarann Kirk Cameron (Growing Pains sælla minninga) á spaugstöðinni Ómega. Ræddi hann þar byltingarkennda aðferð við að dreifa "Orðinu". Á bréfsneplum. Eigi svo byltingarkennt segið þér. Ojú, þeir voru farnir að dreifa ðe orð í formi gervimonninga og galdrabragða svo sauðsvartur og syndgandi almúginn tæki við sneplunum og abrakadabra, frelsun og nó mor hell! Svo við grípum nú lauslega niður í magnaða frásögn eðalleikarans þá segir piltur þar frá afar rómantískri veitingahúsferð þeirra hjónanna. Nema hvað að þjónustustúlka parsins var að sögn alveg einstaklega indæl en honum til hrellingar grunaði hann að hún væri eigi kristin. Jiiii! Og þ.a.l. beið stúlkunnar yndislegu öruggur staður í Helvíti. Daddara! En laumar þá dúddi gervimonning með Biblíutilvitnunum og viti menn, ekkert Helvíti fyrir dömuna og það sem betra er, vængir, baugur og kirtill fyrir annars atvinnulausan leikarann. Ahhh. Eins og mér hefði átt að líða vel eftir þetta og þau sölutrix er eftir fylgdu sem minntu helst á æðislega sjónvarpsmarkaði Kanans þá sat gramur lítill djöfull á öxl Davíðs og urraði út í eitt. Hell, hjír æ komm!!!
Hann er ekki búinn. Stefnan er sett á að blogga svo mikið að þær fáu en kynæsandi hræður er líta inn panikki yfir öllum textanum, loki vafranum hið snarasta og fari út að leika! Anyways, af hverju eru fötin mín svona einstaklega rafmögnuð þessa dagana?! Anyone? Bueller? Bueller? Bueller? Geri mér grein fyrir því að ég er einstaklega rafmagnaður persónuleiki en gæti þetta verið einfaldara mál? Svo sem krappí mýkingarefni í þvottinum hjá mér ellegar eitthvað minor malfunction í rafmögnuðum sportbíl herrans? Skiliggi og nenniggi að vera gefandi aðra strauma frá mér en hina týpísku kynæsandi!
Er það nokkuð mjög sjúkt að hafa oft gaman af eigin skrifum?! Mér finnst ég oft skemmtilegur penni og myndi hiklaust lesa mig ef ég þekkti (og skildi) mig betur! Annars læt ég oftast nægja að renna yfir hugrenningar og upplifelsi vina og vandamanna, en upp úr þeim haugi vaxa m.a. velritandi og skemmtilega þenkjandi rósir sem
Unnur,
Nadia,
Hemmi,
Gossi,
Birkir og
Gulli... fólk sem allt á það sameiginlegt að maður bíður spenntur eftir meiru. Þið hin (haugurinn), lov ya for your looks!