:: sunnudagur, desember 11, 2005 ::
.hvenær er þörf fyrir blikkandi plastígulker ef ekki nú?!.
Best að viðhalda tilkynningaskyldunni hið minnsta þar til ég fer að tala með rassgatinu á ný.
Er búinn að vera ofsalega bissí við að gera ekki neitt undanfarið. Vinna, sofa, éta... og þess á milli hef ég sökkt mér í tónlist enn á ný. Sökum mikillar umfjöllunnar þá hefur vart verið hjá því komist að endurnýja kynnin við prýðistónlistar- og hugsjónamanninn Lennon. Svo hafa Will Oldham og Belle & Sebastian fengið að hljóma nokkuð auk þess sem DJ Shadow, Les Rhythmes Digitales, Sir Alice og Madonna blessunin hafa nauðgað eyrunum... já Madonna magnað nokk, nýja platan er hið prýðilegasta popp ólíkt ógeðinu sem tröllríður íslenskum markaði nú orðið. Getur vel verið að allir þessir karókísöngvarar séu hið prýðilegasta fólk en þessar plötur eru bara viðbjóður enda sé ég ekki pointið í því að endurgera lög og hafa engu við að bæta. Og þetta selst, það er hreint út sagt sorglegt því svo er verið að gera fullt af fínni nýrri tónlist sem selst lítið sem ekkert. Sådan er livet.
Og magnað nokk þá hefur kaddlinn strengt heit fyrir komandi ár. Í fyrsta skipti! 2006 verður hið prýðilegasta ár enda verður vart lægra komist en gerðist á því herrans ári 2005. Heilsan enn ekki upp á sitt besta en hvað um það, verð víst bara að lifa með því að svo stöddu en get þó gert mitt til að hjálpa líkamanum að gróa sára sinna (ólíkt því sem ég hef gert hingað til). Tekið verður á því í ræktinni af krafti og góður árangur svo verðlaunaður með mánuði erlendis næsta sumar. Good on ya mate.
Og talandi um fegurð. Við eigum ungfrú heim þetta árið. Jei. Held það sé með því heimskulegasta sem maðurinn hefur tekið upp á, að keppa í fegurð. Þvílík fásinna! Það er hægt að keppa í öllum andskotanum sem hægt er að læra og æfa sig í þó heimskulegt geti verið en þetta er bara absúrd. Mætti þá allt eins keppa í því hver hefði fæðst á besta tímanum... sé fyrir mér gríðarspennandi sjónvarpskeppni þar sem lýsendur missa sig í spennu og hrifningu er fulltrúi Kirgistan kemur höfði sínu í heiminn á albesta millitíma sem sést hefur. Já fussumsvei segir gamli maðurinn því jú hver hefur ekki lent í því að þykja fögur manneskja óaðlaðandi eftir viðkynningu og að sama skapi þótt manneskja enn fegurri eftir því sem maður kynnist henni betur... ooo mússí, held ég hætti nú áður en ég bæði í senn græti og hræði lesendur vor meir en fyrir var.