:: sunnudagur, desember 25, 2005 ::
.júl nevör vok alón.
...nema þú sért leigubílstjórinn Martin Cooper frá Norwich sem á sjö hjónabönd að baki. Sá mæti áhangandi fótboltaliðs Liverpool sníður líf sitt eftir leikjaplani liðsins og allt annað mætir afgangi og því fór sem fór. Maðurinn er gangandi dæmisaga um að allt er best í hófi. Eða hvað? Er maðurinn óhamingjusamur? Máski pínulítið firrtur en virðist bara nokkuð sáttur á meðan hann kemst á leiki síns liðs. Fréttin um hann herra Cooper fór víða með molum eins og þeim að sonur hans er nefndur eftir 11 liðsmönnum Liverpool árið 1986 og að hann sé tilnefndur sem mest obsessed áhangandi liðs á Bretlandseyjum. Spaugilegt allt saman ekki satt? En er þetta eitthvað verra eða síðra líf en hvað annað? Maðurinn tekur meðvitaða ákvörðun um að fylgja áhugamáli sínu og ástríðu... hlýtur að vera meiri hamingja fólgin í því en að gera það ekki burtséð frá því hversu heimskuleg ástríðan kann að virðast. Eða eins og Krákan sagði; "If it makes you happy, it can't be that bad".
Þessi jólahugvekja var í boði Nóa-Síríuss. Glædelig jul, happy kwanzaa, joyous hanukkah e felice anno nuovo... have a good one!