:: mánudagur, janúar 02, 2006 ::
.dig your own hole.
Sælar og gleðilegt ár. 2005 barasta búið, good riddance sko. Kaddlinn hefur ákveðið að púlla Pollyönnu á þetta og er það löngu ákveðið að 2006 er málið, game on!
Helgin var nokkuð mögnuð hjá piltunum. Byrjaði allt með rómantískum málsverði á föstudagskveld þar sem barnastjarnan virtist staðráðinn í að negla mrs. Forman in one way or another. Svo var haldið á hreyfimyndasýningu með Quentin fjelaga vor... þaðan sem var reyndar beilað snemma til að kíkja á tjúttið enda eigi erfitt að óverdósa á döbbuðu kúng-fú. Og eftir það var ei aftur snúið og hélt tjúttið áfram með smá hléum fram á sunnudagsmorgun með tilheyrandi viðbjóði og sulli. Hópurinn fullkomnaði drunken style ala Teacher Ho en auk þess hefur heyrst að ónefndir sóðabellir hafi tekið upp snake style síðla nætur og hleypt kvikindinu út til að berjast fyrir lífi sínu. Þið eruð ógeðslegir og ættuð að skammast ykkar... keep up the good work!