Er það ekki ágætis mælikvarði á þjóðfélag hvernig það fer með þá sem minna mega sín? Það er ódýr lausn að stíga fram og flytja ávörp og gera athugasemdir við eitt og annað og ætla að láta athuga hitt og þetta. En virkar svo sem alveg prýðilega þar sem eina sem kjósendur virðast muna þegar fram líða stundir eru hvað menn koma vel fyrir og eiga lekkera maka. Það skemmtilega við lýðræðið er því að meirihluti okkar á þetta skilið...