:: mánudagur, apríl 24, 2006 ::
.maður er manns gaman.
Lukkulegi ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera vakinn um klukkan fjögur í fyrrinótt við læti er hljómuðu sem einhver að reyna að sparka upp hurð. Var ekki alveg að átta mig strax en rauk svo böttnakked út í galopinn glugga að tékka og ákvað að það væri einhver að hamast á hurðinni inn í stigaganginn hér að Freyjugötunni og rauk því í einhverja lekkera fatasamsetninguna og niður á gang. Var þá einhver betur vakandi og sniðugri nágranni búinn að hringja út löggimann sem mætti med det samme á þremur sjálfrennireiðum en missti þó af hinum pena vonabí innbrotsþjófi. Reyndist pilturinn sem ég sá forða sér hafa verið að reyna að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina á fyrstu hæðinni með kúbein að vopni. Og það svona pent líka, máski bara verið frústreraður eftir misheppnað djammhözzl og ætlað að redda sér því ei hafði hann mikinn áhuga á fiskbúðinni. Það er vonandi að pilturinn huxi sinn gang eftir þessa misheppnuðu glæpaför... það hlýtur að vera lexía nr. eitt í Innbrot 101 að ganga um hljóðlega.
En eftir þetta stutta fjör og hringsól lögreglubifreiða um göturnar í nágrenninu alla nóttina þá átti ég erfitt með að sofna aftur svo ég ákvað að auðveldara gæti reynst að sofna yfir kjaftavaðlinum á sjónvarpsstöðinni NFS. En þar kynntist ég bara annars konar fáfræði en misheppnaði innbrotsþjófurinn hafði viðhaft fyrr um nóttina. Maðurinn sem sannar að hver sem er getur komist á Alþingi, herra Ásgeir Hannes Eiríksson, sat fyrir svörum og kynnti könnun sem hann hafði látið gera. Lét hann kanna stuðning við stjórnmálaflokk sem myndi hafa það að markmiði að takmarka flutning útlendinga til landsins og þá sér í lagi frá fjarlægari löndum. Hræðist hann mjög flóð innflytjenda á næstunni með breyttum reglum Evrópusambandsins (af því að eins og allir Íslendingar vita þá erum við best í heimi og allir vilja auðvitað koma hingað!). En jafnframt hafði hann allt gott að segja um Pólverja o.fl. sem eru hér núna og vinna fyrir sér... ég ekki skilja manninn alveg. Hvað er hann að hræðast? Hræðist hann litað fólk? Hræðist hann fjölbreytni? Hræðist hann eitthvað áþreifanlegt og rökrétt? Eða var þetta einungis prýðisauglýsing fyrir búlluna sem greyið rekur í Árbænum?! Skil ekki svona fólk...