Held ég hafi sett nýtt Íslandsmet í svefni nú í veikindunum. 16 tímar! (Aðeins einn maður gæti hafa sofið lengur, hann FC Nörd sjálfur herra Ísak-sem-dreymir-um að-vera-með-mústasj-en-þorir-ekki!) Búinn að vera rúmliggjandi í tvo daga og var að rísa úr rekkju tussulegri en 12 tussur í álfheimum! Tímanum var mestmegnis varið í svefn eins og áður segir en einnig var töluvert glápt á breskt sjónvarp og gælt við ljóshærðu tíkina. Engilsaxneskt day-time-tv er magnað... gamlir ammrískir þættir sem L.A. Law, Quantum Leap, The Munsters o.fl., breskar og ástralskar sápuóperur og nýir ammrískir spjallþættir sem vinir mínir Oprah, Montel og Ricki stjórnuðu og fjölluðu um þörf málefni sem það að eiga sér illan eineggja tvíbba, af hverju bjór sé ei nauðsyn á morgunverðarborðinu auk þess af gefa hressum stúlkum sem vita ei hvur faðir barns þeirra er kost á faðernisprófum fyrir alla kandídatana. Allt mannbætandi mjög.
Annars lítið sem ekkert að frétta. Stendur til boða ný staða innan fyrirtækisins, er einmitt nýkrýndur Buzz-meistari þess (og hefði verið körfuboltameistarinn líka ef allir kynnu að telja!), sportbíllinn minn er til sölu (Liverpool-litaður VW Polo '99 fyrir þá sem hafa áhuga), verð að fara í frí svo ég valdi mér að vera í fríi yfir HM í fóbó og er enn 85 kg. kyntröll með rautt hár. Takk fyrir mig, góðar stundir.
:: rassgat 19:40 [+] :
::
...