Það hefur vart farið framhjá nokkrum sem fylgist eitthvað með fréttum að 365-ljósvakamiðlar hafa tryggt sér eitt vinsælasta sjónvarpsefni Íslands næstu árin, en það eru útsendingar frá enska fótboltanum. Nánast allir sem ég hef rætt við um þessar fregnir harma þær mjög. Hinir annað hvort er alveg sama ellegar vinna hjá 365.
Skv. forráðamönnum núverandi rétthafa enska boltans þá drógu þeir sig úr útboðinu um sýningarréttinn er upphæðin var komin vel á annan milljarð íslenskra króna! (Nokkuð kyndugt þegar höfð eru í huga harmakvein 365-manna yfir 200 milljóna boði Skjásins á sínum tíma!) Sem er vel að merkja álíka upphæð og margir mun stærri markaðir eru að greiða svo það er greinilegt að 365 ætlaði sér réttinn sama á hverju gengi, sem er svo sem skiljanlegur hugsanaháttur fyrir fyrirtæki sem hefur rambað á barmi gjaldþrots svo árum skiptir og er stýrt af mönnum sem vilja snúa vörn í sókn. En það sem ekki hefur farið hátt í fjölmiðlum til þessa er það að samningurinn verður gerður í bandarískum dollurum sem skemmtilegt nokk er í nokkurri lægð gagnvart íslenskri krónu þessar mundir. Og hvaða máli skiptir það kann fólk að spyrja sig. Jú, ef (eða þegar) hinn bandaríski gjaldmiðill réttir úr kútnum á ný þá verður auðvitað samningur 365-ljósvakamiðla um enska boltann sífellt óhagstæðari sem þýðir þá auðvitað aðeins að áskrifendur munu gjalda fyrir það (ef ekki verður búið að reka fyrirtækið í þrot áður).
En það að vera tekinn þurrt í óæðri endann er svo sem áskrifendum 365-ljósvakamiðla ekki ókunnugt svo margir hverjir munu láta sér það lynda af gömlum vana. Skammt er að minnast hvernig staðið var að útsendingum enska boltans á þeim bænum áður en Skjársport (sem ég á nota bene engin hagsmunatengsl við) tók svo myndarlega við keflinu. Það var ekki fyrir þjónustu við áskrifendur að fara þá því aðalaumferð boltans, sem Skjásport sýnir í heild sinni eða fimm leikir að meðaltali í einu, var einungis sjónvarpað með einum leik á Stöð 2... sem verður að teljast nokkuð kyndugt þar sem nánast sama fréttatilkynning var notuð þá og nú þess efnis að SÝN, ekki Stöð 2, hafi tryggt sér réttinn og að SÝN, ekki Stöð 2, væri besta íþróttastöðin! En allt var þetta auðvitað einungis til þess fallið að reyna að hafa meiri peninga af áskrifendum. En þess ber að geta að grunnáskrift án allra bindingarkvaða eða tímabundinna tilboða að Sýn í dag er 4.790 kr. og að Stöð 2 5.490 kr. á meðan áskriftin að Skjásport með öllum leikjum (og ítalska boltanum að auki) er 3.490 kr. Það þarf því enginn snilling til að sjá að þetta mun koma niður á neytendum. Og þá tek ég ekki einu sinni inn í myndina að sjónvarpsútsendingar 365-ljósvakamiðla eru mun síðri en útsendingar Símans sem sjónvarpar Skjásporti, sem helgast aðallega af því að sjónvarpsútsendingar um örbylgju eru einfaldlega einhver sú sísta og ótraustasta aðferð sem til er til að senda sjónvarpsmerki.
Hvað taka þá óánægðir neytendur til bragðs? Jú, ódýrara mun reynast að fá sér móttökubúnað fyrir sjónvarpsútsendingar um gervihnött en að taka þátt í M12-skrípaleik 365-ljóvakamiðla. Að auki herma fregnir að Viasat-risinn hyggist hasla sér völl á litla skerinu sem ætti að gera markaðinn athyglisverðan í það minnsta.
Takk fyrir mig, Skjársport.
:: rassgat 12:58 [+] :
::
...