Margir piltar gera töluvert af því að ræða dömur sín á milli og er ég svo sem engin undantekning á því en ég verð þó að viðurkenna að ég hef lítið gert af því að halda utan um "töluna" víðfrægu. Það kom þó að því að ég lá andvaka eina nóttina (sem reyndar hefur verið nokkuð algengt undanfarið en það er allt önnur saga) og fór að pæla í þessu upp úr þurru. "Hver ætli tala mín sé og hvar á rembuskalanum væri hún?" Þessi ókláraða pæling hjálpaði mér að sjálfsögðu ekki við að sofna enda held ég hafi farið yfir ferilinn í eflaust tvo tíma áður en ég gat komist að samkomulagi við sjálfan mig um tölu. Ekki það að fjöldinn hafi verið svona gríðarlegur heldur hitt að minni mitt er bara alls ekki það besta þegar kemur að fólki, það er ekkert öruggt að ég þekki þig aftur þó ég hafi sett typpið á mér inn í þig (og hafi það komið fyrir þá biðst ek forláts)!
Nú er formúlan að "tölunni" jafnan talin sú að deila tölu piltana í tvennt en margfalda tölu stúlknanna með tveimur og eflaust er það laukrétt í fjöldamörgum tilfellum. Tala mín verður þar með tuttuguogátta sem ég er ekki endilega sannfærður um að hljómi betur en er væntanlega nær meðaltali hinna týpísku íslensku sperðla en hin stórskemmtlega tala fjórtán. En það er einmitt talan sem ég gat sannfært sjálfan mig um að væri hin eina rétta eftir mikla yfirlegu. Skekkjumörkin gætu verið smávægileg upp á við en myndu þó vart breyta miklu því ef svo er er ég líklega kominn með slæman heilahrörnunarsjúkdóm.
Mörgum kann að virðast það kyndugt að ræða "töluna" svona opinskátt en þeir sem þekkja mig vita að kynlíf þykir mér, eins og flestum vonandi, afskaplega áhugavert. Svo áhugavert að það fer lítið fyrir blygðunarsemi, svo lítið reyndar að það jaðrar jafnvel við pervisma. Sem verður þó aftur á móti að teljast þó nokkur mótsögn sé litið til "tölunnar" margumræddu.
En hver ætli tala ykkar, kæru vinir og kunningjar, sé og hvaða augum lítið þið hvert annað með tilliti til hennar? Ég sjálfur með afskaplega takmarkaðan áhuga á einnar nætur kynnum auk þess að vera með afbrigðum "pikkí" finnst lítið koma til hárra talna en velti þó ósjálfrátt fyrir mér hvort eitthvað sé að varpi viðkomandi fram lágri tölu... svona er maður nú dómharður og þröngsýnn þrátt fyrir stelpulega töluna og hórulegt orðsporið.