Það hlaut að koma að því. Ég er orðinn stór. Vinkona nokkur benti mér á að eitt lítið einmana dökkt hár leyndist í vinstra eyra mér. Þetta fylgir víst ellinni, þá er grái fiðringurinn bara handan við hornið (sem mér skilst reyndar að sé ekki ósvipaður gelgjunni!) og svo bara dauðinn. Og ég sem veit enn ekki hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór!