:: miðvikudagur, júlí 18, 2007 ::
.fly on the wings of love.
Nú þegar innan við tvær vikur eru í brottför hef ég komist að því að það er einungis einn leiðinlegur hlutur við allt húllumhæið, kveðjurnar. Fólk er byrjað að kveðja gamla í hrönnum og því vil ég nota tækifærið til að koma því á framfæri við ykkur að hafa þetta stutt og einfalt. Kveðjustundir eru asnalegar og ég er ekki að deyja, hafið það í huga og þá neyðist ég ekki til að kýla ykkur í belginn.