Nokkuð hefur verið gert úr samkeppni Kastljóss RÚV og Íslands í dag Stöðvar 2 síðustu misserin. Fyrir mér eru þetta nokkuð keimlíkir dagskrárliðir þó að Kastljósið fái að því er virðist úr meiru að moða og sé því nokkuð vandaðri. RÚV hefur allajafna vinninginn hjá mér sé ég á annað borð að horfa á imbann á þessum tíma en nú er ég æ oftar farinn að kíkja á Ísland í dag. Og það af einstaklega yfirborðskenndum ástæðum því hjá Stöð 2 höfðar þeirra helsta augnayndi mun meira til mín en helsta augnayndi RÚV! Grallarabros Friðriku þykir mér mun skemmtilegra áhorfs en góðmennska hinnar fullkomnu Ragnhildar. Gaman já!