:: föstudagur, júlí 27, 2007 ::
.we had joy, we had fun....
Sjálfrennireiðin farin og síðasti vinnudagurinn runninn upp, magnaður skítur! Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi endast svona lengi á einum og sama vinnustaðnum. Metið mitt áður var heilt ár! Hjá Póstinum/TNT hef ég verið núna síðan um haustið '99 (með hálfsárs hléi hér um árið þegar ég á einhvern óskiljanlegan hátt hélt að það væri sniðugt að vera deildarstjóri hjá ónefndri verslunarkeðju) og það er óhætt að segja að maður hafi viðað að sér góðri reynslu sem og góðu fólki. *Skælipása* Eins og ný áskorun er spennandi þá er að sama skapi alltaf frekar erfitt að kveðja eitthvað sem maður þekkir inn og út og er góður í svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Takk fyrir mig kæru félagar. Ætli það sé nokkur hætta á öðru en að maður verði kvaddur nokkuð harkalega um helgina... skál fyrir mér, blessuð c minning mín!