Jæja, þá er maður búinn að vera nokkra daga hér í erlöndum svo það er kominn tími á að maður láti heyra í sér. Búinn að vera alveg eðalleti hérna megin pollsins. Strákarnir sullað svolítið í ölinu, keyrt um stór-Kaupmannahafnarsvæðið, gengið fæturna upp að hnjám og fylgst með
heimsmeistaramóti heimilislausra í fótbolta. Hittum einmitt á að vera viðstaddir leik Danmerkur og Póllands þar sem stemmningin var þrælgóð þrátt fyrir 14-1 tap. Ekki laust við að Íslendingurinn skemmti sér yfir tölunni huxandi til 14-2 tapsins á Parken i den... það er vonandi að landsleikurinn í nóvember verði aðeins jafnari enda sást til Bjarna Fel. á svæðinu eflaust að kynna sér staðarhætti fyrir íslenska liðið.
Svo eru það Rolling Stones-tónleikar á morgun og Frakkland á mánudag. Tónleikarnir verða eflaust skemmtileg upplifun, svona eins og að fara á hresst safn með 50.000 safngestum í góðum fíling. Frakkland verður aftur á móti eflaust tóm leiðindi enda neitar Unnsan að brúka mjólkurkirtla í þágu alþýðunnar og blóðmjólka vonbiðlana. T. Í. A. K.
Kominn með símanúmerið (+45) 4152 1093 en skemmtilegt nokk þá er það rétt eins og (+354) 895 0074 algjörlega óvirkt eins og er og ætli maður geri skít í því fyrr en eftir Frans um miðjan mánuðinn. En þá taka líka flutningarnir við þar sem flutt verður af Vesterbro yfir á Nörrebro, rétt hjá skólanum sem svo byrjar þann tuttugustaogsjöunda.
Góðar stundir.