Það er alveg magnað hvað Íslendingar eru fyrirferðarmiklir hér í Köben. Ekki nóg með að maður heyri ástkæra ylhýra talað um allt heldur þá er töluvert um að íslenskir tónlistarmenn séu spilandi hér. Og þá er ég ekki að tala um bankastyrkta túristatónleika á við Stuðmenn og Sálina heldur tónlist sem ég hef virkilegan áhuga á að sjá. Á leiðinni eru t.d. Pétur Ben., múm og Amiina svo ég viti til og ef ég suða nógu mikið þá vonandi boybandið Jan Mayen einnig! Svo eru tvær hátíðir í gangi hér um helgina þar sem m.a. spila Steed Lord, Kira Kira, Hairdoctor, FM Belfast og Yagya, ekki amalegt það auk þess sem maður hefur kjörið tækifæri til að kynna sér nánar aðra norræna tónlist s.s. Trentem
øller, Efterklang, Kasper Bj
ørke, Lo-Fi o.fl. á öllum þessum tónleikum sem eru stöðugt í gangi hér.
Það eru því hverfandi möguleikar á heimþrá því auk þessa hefur maður blöðin, útvarpsstöðvarnar, sjónvarpsstöðvarnar, vini og vandamenn í nokkurra takka fjarlægð ef maður vill þó auðvitað sé alltaf yndi að hitta pakkið in person. Ekki er loku fyrir það skotið að maður skjótist heim undir lok ársins og að sama skapi þá eruð þið ávallt velkomin hingað... nema stundum! Tilvalið er t.d. að fjölmenna á landsleik Danmerkur og Íslands í Parken í nóvember, nudge, nudge.
Fyrir ykkur sem eruð farin að gleyma mér strax þá má benda á ansi skemmtilegar myndir af gamla á
vettlingur.blogspot.com.
Yfir og út.