:: miðvikudagur, ágúst 15, 2007 ::
.godsbanegade calling!.
Þá er Frans að baki og allt að gerast í kóngsins. Strasbourg var flott borg, þetta var góð vika með góðum mat, góðu víni og góðum félagsskap. Mange tak! Næst á dagskrá er flutningur af Vesterbro yfir á Nörrebro um næstu helgi. Það verður vissulega leiðinlegt að færa sig fjær miðbænum, Fisketorvet og Istedgade svona þegar maður er rétt farinn að rata eitthvað og gleðikonurnar og dópistarnir farnir að heilsa manni en að sama skapi eðall að flytja nær skólanum auk þess sem mér skilst að nýi staðurinn sé alveg ðe pleis tú bí.
Svo byrjar blessaður skólinn þann tuttugustaogsjöunda en fram að því verður maður að finna sér eitthvað að gera. Litla lellan er að flytja til Sverige og kíkir líklega memm á gay pride hér í Köben þann tuttugustaogfimmta. Svo er það spurning um að kíkja á fótboltaæfingar með Hermund og loks þá er maður alltaf að bralla eitthvað með Múmmí sem er að byrja í sumarfríi... nema frá 31/8 til 9/9 en þá ætlar gamli sóðahúndúrínn að flýja heim á stormskerið, hels melurinn. Svo það verður laust svefnpláss og ölkrús á Hillerödgade 87, 2200 Köbenhavn. Pantanir verða teknar í síma (+45) 2273 3475 sem einmitt skemmtilegt nokk er númerið sem ek er að brúka þessa dagana.