Tónlistargrúskarinn ég rakst á gamla 80's klassík og fór að rifja upp misgóðar útgáfur sem gerðar hafa verið af hinu bráðskemmtilega og hressa lagi "Word Up!". Reglulega koma besserwisserarnir fram með þá fullyrðingu að tónlistarheimur versnandi fari (álíka vinsæl kenning og hið sívinsæla að æskan sé óalandi og óferjandi) og vissulega er til alveg grátlega mikið af slæmri popplist en að sama skapi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi ef þeir nenna að hafa fyrir því að leita.
En hvað um það, lagið "Word Up!" legg ég hér með í ykkar dóm. Þekktustu útgáfurnar eru hin upprunalega með Cameo, sem ég hef alveg sérstakt dálæti á enda myndbandið einstakt augnayndi, og svo útgáfa Korn, hljómsveitar sem mér þykir hreinasti horbjóður, sem hefur í raun litlu að bæta við kraftlausa útgáfu hinnar skosku Gun sem hlaut sínar 15 mínútur af frægð í Evrópu fyrir lagið á sínum tíma. Auk þess gerði kryddpían Mel Bé (sem tók upp bókstafinn G. þarna... væntanlega til að höfða til breiðari hlustendahóps!) frekar lamaða útgáfu af laginu lítillega vinsælt á Bretlandseyjum undir lok síðustu aldar, einhver bresk söngkona að nafni Willis strípaði svo lagið með ágætis árangri og þýska köntrí-bandið The BossHoss tók lagið hressilega upp á sína arma. En gjörið svo vel:
1986:
Cameo1994:
Gun1999:
Melanie G.2004:
Korn2004:
Willis2005:
The BossHoss