:: sunnudagur, september 23, 2007 ::
.homeward bound.
Stuttri dvöl á stormskerinu senn að ljúka. Eins og það er ágætt að vera hjer með fólkinu sínu þá verður æði að komast aftur heim á Hillerødgade. Að vísu enginn feitur köttur sem kúrir með manni eða hressur hundur sem pissar á fæturna á sér en þar hef ég áskoranir, nýja og gamla vini og auðvitað mína nýju fíkn, arababúllumat. Sérlega fín fæða og ódýr sem kemur sér alveg prýðilega fyrir fátæka námsmenn.
Næst á dagskrá: Larry Bird og Carls Special með strákunum, Hrefnu-hittingur, arty-farty með Dim, skóli, líkamsrækt.