Rétt í þessu voru þessi ágætu
Ungdómshússmótmæli hér á Hillerødgade en myndband okkar sambýlinganna af þeim má sjá
hjer.
Svo vorum við í
skólanum að brillera í öðru verkefni okkar sem við kynntum í morgun, en það var að greina og endurhanna vefsíðu fyrirtækis nokkurs. Af því tilefni er kynningarverkefni okkar frá fyrstu viku, sem auðvitað hlaut einróma lof líka, komið á netið
hjer.
Megið þið skemmta ykkur jafn mikið og vér nýbúarnir.