:: mánudagur, september 03, 2007 ::
.íslenskt já takk?.
Grískur bekkjarfélagi minn þreytist seint á að ræða tvennt við mig, tónlist og Ursus Vodka. Allt gott og blessað með tónlistina enda höfum við býsna svipaðan smekk en þessi helvítis vodka-drykkur, sem er víst óttalegur píkudrykkur, er markaðsettur grimmt í Grikklandi sem "The Surprise from Iceland"! Svo mikið sörpræs að ég kom algjörlega af fjöllum og þó tel ég mig hafa nokkra þekkingu á áfengi, íslenskum tegundum hið minnsta. Eftir nokkra eftirgrennslan kemur þó í ljós að þetta er hollenskur skítur sem samkvæmt framleiðslufyrirtækinu sjálfu er framleitt eftir íslenskri uppskrift. Uppskrift hvurs eða hvar þeir fundu hana segir þó ekkert um.
Má það?! Framleiða einhvurn skít, henda ísbirni á flöskumiðann og framleiða sem alíslenskt! Þeir gengu þó skrefinu lengra því samkvæmt Ömma sem er með oss í bekk og vann hjá Saga Film þá fóru kvikindin á alla leið á stormskerið og gjörðu þar auglýsingar með jöklum, hverum og öðru slíku... hvar var samt ísbjörninn, Bejork og steríótýpíska íslenska druslan?!