Þá er það opinbert, ég er hættur í skólanum. Eftir að nýjabrumið var farið af náminu og skólanum þá varð ég að horfast í augu við það að mér líkaði námið bara ekki. Námsefnið hélt ekki athygli minni, skólinn þótti mér óspennandi sem og þessi annars ágæti hópur námsmanna sem ég var með í bekk. Það var því um tvennt að ræða; að klára önnina og huxa sér svo til hreyfings eða taka á málunum strax. Ég er nú ekki sérlega þekktur fyrir hálfkák eða miklar málamiðlanir svo ég slúttaði þessu bara. Hvað ég tek mér fyrir hendur næst er óráðið en það verður a.m.k. eitthvað ferðast um þennan ágæta heim vor út árið.
Vissulega eru það ákveðin vonbrigði að hætta, en ákvörðunin er ekki tekin í neinum fljótheitum svo ég er nú nokkuð viss um að ég sé ekkert í slæmum málum þó svo orð eins og eymingjaskapur og "quitter" hafi komið nokkrum sinnum upp í hugann við ákvörðunartökuna. ;) En hvað um það, ég stend og fell með mínum ákvörðunum og nú þarf maður bara að spá í næstu skref. Og nei ég er ekki á leiðinni heim... a.m.k. ekki alveg strax. Er með nokkrar pælingar í hausið en ætli það verði nokkuð ljóst hvað maður gjörir fyrr en á nýju ári. Þangað til ætla ég bara að njóta þess að vera heimsborgari og bóhem. :)
Annars búið að vera nóg að gera hér þrátt fyrir að vera ekki í skólanum. Fórum nokkur á alveg hreint stórkostlega tónleika Péturs Ben. um daginn, kvöld sem verður þó frekar minnst fyrir athyglisverða leið Hrefnu til að stíga af hjóli sínu. Það er ekki laust við að maður sé duglegri við að sækja íslenska menningarviðburði hér í erlöndum en maður var heima fyrir því ekki er langt síðan kíkt var á Mýrina í kvikmyndahúsi nokkru hér og framundan eru tónleikar Amiinu á miðvikudag og frumsýning og tónleikar Sigur Rósar á föstudag. Auk þess eru tónleikar með Mugison og múm framundan auk þess sem við förum 17 manna hópur á landsleik Danmerkur og Íslands 21. nóvember.
Því fer þó reyndar fjarri að maður eltist eingöngu við íslenska viðburði en þeir eru virkilega skemmtilegt krydd í tilveruna svo máski að maður hafi loxins fundið Íslendinginn í sér! Síðustu dagar hafa þó síður en svo verið menningarlegir því það hefur verið tekið vel á því á djamminu hér. Þórdís skrapp í heimsókn frá Århus og kíkti því þríeykið dabbih, Ravena og Evafró með henni á röltið ("I like songs!") en auk þess hafa flestir helstu pöbbar, klúbbar og skúmaskot Køben verið sótt heim síðustu daga. M.a. reddaði Eva oss inn á Vega þar sem franskur snúður vinur hennar lék fyrir dansi en eins og stundum áður þá átti Hrefna tilþrif kveldsins þar sem hún gerði heiðarlega tilraun til að drepa hjólreiðamann. Good times!
:: rassgat 15:58 [+] :
::
...