Það verður ekki sagt að lætin hjer á Nørrebro hafi valdið vonbrigðum. Þetta byrjaði sem mótmæli fyrir rúmum fjórum klukkustundum síðan sem síðan urðu að umsátursástandi og óeirðum hinum megin við götuna, við Fuglebakken-lestarstöðina. Íslensku fíbblin stukku auðvitað út og tóku sér stöðu á meðal helstu fjölmiðla Danaveldis til að ná myndum (sem sjá má
hjer á síðunni hans
Mömmí). Til skamms tíma náðu mótmælendur lestarstöðinni á sitt vald en lögreglan er alveg ótrúlega fljót að ná stjórn á málunum, það er bara vaðið í menn með táragasi og látum.
Nema hvað að fljótlega lentum við í hringiðunni og látunum, vorum gasaðir og alles og rétt sluppum á hlaupum framhjá lögreglunni inn til okkar. Og ég get sagt ykkur það að það ekkert spes að lenda í táragasi! En skömmu síðar var götunni lokað og við þar með lokaðir inni... nema hvað að akkúrat nú í þessum töluðum orðum hafa mótmælendurnir með klókindum náð götunni á sitt vald svo það stefnir í enn meiri læti hjer fyrir utan. (Skemmtilegt myndband af því er lögreglan kom síðustu mótmælendunum af Hillerødgade má sjá
hjer.)
Öppdeit: Núna hefur ástandið róast nokkuð og nýta því fjölmiðlarnir rólegheitin og fallegt sólarsetrið til að flytja
fréttir í beinni hjer fyrir utan, eins og t.d. þær að af yfir 3000 mótmælendum hafi 436 verið handteknir sem er nýtt met í Danmörku. En líklega er þetta þó aðeins lognið á undan storminum því að sögn forsprakka mótmælendanna, sem nú hafa komið saman á ný við upphafsreitinn (fyrir utan hjá Hrefnu og stelpunum) uppi á Nørrebrogade, er "plan b" næst á dagskrá svo það er nokkuð ljóst að piltarnir eru á leið út á ný!
Nýjustu fregnir herma að þessir 500 mótmælendur sem voru eftir við Nørrebrohallen hafi sagt aðgerðum daxins lokið. Lögreglan er þó í viðbragðsstöðu sem og piltarnir að Hillerødgade 87!