:: laugardagur, október 27, 2007 ::
.sjúkra þýðir sko takk.
Gamlehh var að koma heim frá Spáni og Marokkó, nýgrillaður og maríneraður! Og auðvitað var rokið beinustu leið í tölvuna og símann enda skjálfti og fráhvarfseinkenni farin að gera vart við sig. Þessi vika á ströndinni, veitingahúsunum og pöbbunum á Málaga var annars hin prýðilegasta hjá piltunum en einnig var skotist yfir til Afríku, nánar tiltekið til Marokkó eins og áður sagði. Fór alveg überléttklæddur enda Afríka þekkt fyrir flest annað en kulda og vosbúð. Nema hvað að það hellirigndi og var skítkalt, ekki nema um 20°, svo minns náði sér bara í þetta líka fína afríska kvef!
En er annars ekki að nenna helvítis ferðasögu enda þykja mér þær yfirleitt hundleiðinlegar sjálfum... í hnotskurn þá var Spánn eðalafslöppun og Marokkó ömurleg ferð í alla staði en þó athyglisverð reynsla.