:: föstudagur, nóvember 09, 2007 ::
.þessi dráttur er í boði dansk metal.
Rak augun í apparat nokkurt á skemmtistað hér í bæ þar sem maður gat fengið fría smokka. Ekki bara er það bráðsniðugt að auka aðgengi fólks að smokkum heldur er þetta gert á þann máta að smokkarnir eru sponsoraðir af fyrirtækjum. Þ.e. þetta er gert kleyft með auglýsingum á umbúðum smokkanna. Lengi hefur verið í umræðunni heima við að auka aðgengi fólks að smokkum án þess að nokkuð hafi verið gert í málunum, væri ekki alveg bráðsniðugt ef einhver tæki sig til og græjaði þetta á klakanum?!