Það er skemmtileg lítil græja á fokking
Feisbúk þar sem maður á að bera saman vini sína og þeir sömuleiðis þig við aðra vini sína. Á meðal vina minna þar telst ég "Most outgoing, Most confident, Most famous & Person with the best sense of humor". Mér þykja þetta reyndar nokkuð skondnar niðurstöður en auk þeirra þá kemur fram þegar maður rýnir nánar í þær að fólki finnst ég einnig gáfaður, kraftmikill, kyssilegur, stundvís og ævintýragjarn en að sama skapi óáreiðanlegur, slæmt eiginmannsefni, latur, ljótur, dónalegur, tækni- og tískuhamlaður og lox lélegur söngvari og dansari... og ég sem hélt að ég hefði allan pakkann! :D