Nú er ég pirrrr. Og nei, ég ætla ekki að pirrast á veikum greyjum sem halda úti netsíðu með rasistaáróðri og heimsku sem dæmir sig sjálf. Ég er yfir mig pirraður á greyjunum sem stjórna stormskerinu í okkar umboði. Skv.
frétt Morgunblaðsins þá hyggst hæstvirtur forsætisráðherra reyna að fá rýmri heimildir til að menga en tíðkast allajafna. Burtséð frá því að það er komið miklu meira en nóg af því að gefa raforku og slátra landinu (sem sömu slátrarar keppast svo við að mæra fyrir fegurð) þá tel ég algjöra fásinnu að ætla að fría litla Ísland frá því að taka þátt í því að búa öllum betri jörð. Nei höldum frekar áfram að eltast við skammtímahagsmuni og peningana... hitt ræðst bara seinna!
Fussumsvei, og þetta kýs fólk yfir sig aftur og aftur og aftur... það er þó vonandi að Samfylkingarmenn sjái sóma sinn í að standa fastir fyrir og láta ekki samstarfsflokk sinn vaða yfir sig í krafti kapítalismans eins og eymingjarnir í Framsóknarflokknum sem endurvinna bara kosningaloforðin á fjögurra ára fresti en eru svo álíka staðfastir og sápukúla í fárviðri!