Mögnuð djamm"helgi" að baki með tilheyrandi sukki, fjöri, dansi, söng, drama, þynnku og alles. Þetta byrjaði allt á miðvikudag með óvart djammi og lýkur væntanlega í kveld á tónleikum Jakobínarínu á Jazz House. Ásta og Sigga hafa verið hér í Køben síðustu daga en auk þeirra er maður búinn að hitta gríðarlega mikið af nýju fólki hér, auðvitað allt Íslendinga! Gaman já! Það er stuð að vera róni í Danaveldi!
Næst á daxgrá: Cocorosie, The Fiery Furnaces, Mugison, Budam, Efterklang, landsleikurinn, gestir og meiri ferðalög. Svo má til gamans geta að stórsveitin Ace of Base er með tónleika hér þann 23. en Meat Loaf hefur aflýst sínum sökum þess að hann klikkaðist, kemur fyrir bestu menn.
Og já Áddni minn, þú getur hætt að halda teiti eftir þetta síðasta. Þetta verður aldrei toppað!
PS.
Kung Fu-klám er inn.