:: fimmtudagur, nóvember 29, 2007 ::
.lokað vegna breytinga.
Ég er enn á mínum stað. Var að reyna að færa bloggið yfir á Wordpress en vegna tæknilegra örðuleika hjá þeim og tímaskorts hjá mér þá hefur það ekki tekist enn. Blaðrið verður því hér áfram enn um sinn.
Það er farið að styttast í annan endann á nokkurra mánaða dvöl minni hér í kóngsins København. Kem líklega heim á stormskerið eftir viku eða svo og tekur þá bara við atvinnu- og húsnæðisleit. Ef þið, mínir ágætu vinir, vitið um eitthvað sneddí þá endilega gauka því að mér. En annars þá fara síðustu dagarnir hér bara í það að hnýta lausa enda og kveðja fólk... svo eru nokkrir viðburðir sem maður á eftir, eins og t.d. að kíkja á lokakveld Jolene á Sorgenfrigade, fara á útgáfutónleika hjá hinum hljómfagra prýðispilti Ben, fara á leik erkifjendanna FCK og Brøndby á Parken og svo lox tónleika Raveonettes á Vega.
Skrítið hvað það er alltaf erfitt að fara frá einhverjum stað. Skiptir þá engu hvert maður er að fara, það er bara einhvern veginn alltaf leiðinlegt að yfirgefa einhvurn stað... það liggur við að maður beili bara á því að fara. ;)