:: þriðjudagur, nóvember 13, 2007 ::
.ísland er land þitt.
Það er þá lox komið á hreint að Dabbipabbi kemur heim á stormskerið um jól og áramót. Og að öllum líkindum er það stoppistöð næstu mánuðina. Eftir að félagi minn beilaði á Tælandi og ég gat ekki látið Ástralíu og veskinu mínu lynda saman þá komu upp hugmyndir að heiman um að taka Asíu og Eyjaálfu á næsta ári svo minns ætlar að kíkja á störf heima í borg óttans er komið verður heim. En fyrst er það að klára fjörið hér í kóngsins og kíkja svo á Ísjakann í London áður en íslenskt hátíðarhald og atvinnuleit tekur við. Hef reyndar séð fína díla til Kúbu og Tælands í des. ef einhvurn langar að kíkja í 2-3 vikur! ;)