:: fimmtudagur, desember 20, 2007 ::
.heima er hresst.
Gamlehh nú búinn að vera á klakanum í viku og ekkert sérstakt að frétta sem er svo sem ágætt þar sem ég hef eigi greiðan aðgang að Netinu. Veðrið annars búið að vera æðislegt síðan ég kom, ekki laust við að ég hafi saknað ofsaveðurs. Allir að missa sig í jólastressi nema ég, ekki laust við að manni finnist bara krúttlegt hvað landinn er geðsjúkur. Ekki kominn með húsnæði enda markaðurinn alveg hnetur. Ekki kominn með vinnu enda svo innilega ligeglad að mér liggur ekkert á. Byrjaður að hreyfa mig eftir fimm mánaða pásu, bjórbelgurinn fékk að kenna á því í um tveggja klukkustunda boltatíma á mánudag. Og komst að því að silfurskórnir mínir jafngilda VIP-aðgangi á suma skemmtistaði í borg óttans.
Framundan: Frekara ónæmi fyrir hátíðum og stressi. Teiti á fös. í tilefni af því að pakkið er allt samankomið heima á klakanum, ef þið viljið slást í hópinn þá hóið þið bara í íslenska númerið mitt. Átakið góða þar sem kallinn verður kominn í sitt besta form á næsta afmælisdegi. Og að finna sér nýja vinnu á nýju ári.
Að eilífu, amen.
P.S. Er það bara ég eða eru allir íslenskir rithöfundar farnir að skrifa reyfara sem allir, skv. ófáum auglýsingunum, eru stórkostlegir og á heimsmælikvarða?! Fusssss... má ég þá frekar biðja um Paulo minn Coelho eða eitt stykki hrezzan Hugleik.