Mikið gaman og mikið stuð í København. Ég og
Árni komum heim á skerið næsta þriðjudag en við iðjuleysingjarnir höfum nýtt þessa síðustu daga til synda af ýmsu tagi. Fyrir utan afar kvenlegar verslunarrassíur þá erum við að "kveðja" alla pöbbana, klúbbana og veitingastaðina sem maður hefur stundað (og ekki stundað) síðustu 4-5 mánuði og hefur það gengið alveg prýðilega.
En auk þess þá tókum við "road trip" til Þýskalands í gær ásamt Andra og sérlegum bílstjóra, honum
Mumma. Lagt var af stað á þessum ágæta VW Touraeg-bílaleigubíl frá Hillerødgade rétt rúmlega 7 um morguninn yfir á Egilsgade til að pikka upp krumpaðan Árna og þaðan upp á Kastrup-svæðið að ná í Andra. Þar komumst við að því að GPSið virkaði ekki svo Mummi fékk það hlutverk að finna Hamborg án þess á meðan við hinir sungum dátt og drukkum... að sjálfsögðu eftir staðgóðan bensínstöðvarmorgunverð!
Fórst sérlegum bílstjóra keyrslan vel úr hendi þar sem þetta gekk allt hratt og vel fyrir utan sig og merkilegt nokk þá tókst honum ekki að drepa okkur... fyrir utan þegar við hinir þrír vorum allir að deyja í ølhlandspreng á meðan Mummi rúntaði um leitandi að grænu svæði sem honum fannst alveg nauðsyn að finna fyrir okkur. Endaði það með því að við stukkum allir þrír út á fjölfarinni umferðargötu og migum utan í grænan sendiferðarbíl sem lagt var þar bara svona til að sætta kallinn við "græna svæðið" sitt!
Eftir að hafa svolgrað í okkur einn bjórkassa frá 9 um morguninn og jóðlað með þýskri schlägermusik í útvarpinu þá var fyrsta áfangastað náð, heimavöllur fótboltaliðsins Hamburger Sport Verein. Eftir mikla leit af hraðbanka og misskilning á misskilning ofan þá enduðum við í sætum okkar á leik HSV og Energie Cottbus... 90 mínútum fyrir leik í skítakulda án nokkurra peninga og ekki með neina leið til að borða eða drekka nokkuð! Var því brugðið á það ráð að senda tvo piltanna af örkinni með leigara að finna hraðbanka, sem þýddi þó að þeir þurftu að borga sig inn á leikinn aftur. En til að gera langa sögu stutta þá fór þetta allt prýðilega og tilþrifalítill leikur reyndist hin prýðilegasta skemmtan þökk sé 56.132 áhorfendum... nei 56.130 þar sem við keyptum auðvitað tvo aukamiða!
Heimferðin var svo enn fjörugri en útferðin (!) en þar var ferðinni heitið í landamærabúð í Flensburg. Þar var bíllinn fylltur af 36 kössum af bjór auk nokkurra áfengisflaskna á sama verði og 2-3 bjórkassar kosta á Íslandi! Össs! Svo þurftum við reyndar að koma við á bensínstöð þar sem við Árni áttum legendary hrekk sem þýðist líklega ekki vel á prent, þetta er eiginlega svona you-had-to-be-there... en skemmst er frá því að segja að það var grenjað úr hlátri leeeeeeeeeengi eftir hann.
Frá Flensburg var ferðinni svo heitið í ammlisteiti ÁsaVilborgFinnurKarl í Kolding. Reyndist það kærkomið stopp og mikið gaman að sjá Kolding-fjölskylduna enda langt um liðið. Var troðið vel í sig af kökum og smáréttum og aðeins tekið í Buzz áður en förinni átti að vera heitið í partý hjá Þórdísi í Århus. Þangað nenntu hinir piltarnir svo því miður ekki enda búinn að vera laaaaangur dagur og mikið drukkið. Var því haldið beinustu leið heim til Køben (sumir drápust á leiðinni af gömlum vana) til að dreifa jólabjórnum til fólks og halda heim að lúlla sér í hausið.
Eðalgaman, takk fyrir mig piltar... piss like the wind! Myndbandið úr ferðinni er
hér.