Vinsælasta spurningin þessa dagana er "Ertu byrjaður að vinna einhvers staðar?". Gleður mitt litla hjarta í hvert skipti sem ég heyri hana þar sem ég hef ekki einu sinni fengið svo mikið sem atvinnuviðtal á þessum eina eða eina og hálfa mánuði sem ég hef verið að sækja um störf. Fyrir utan það að vera orðinn nett pirr og velta fyrir sér nojuðum spurningum eins og "Ætli síminn minn sé eitthvað bilaður?!" eða "Sendist umsóknin ekki örugglega?!" þá langar mann hreinlega á stundum bara að gefast upp og fara aftur eitthvað út. Er meira að segja farinn að athuga með nám annað hvort erlendis eða hér heima. Ýmislegt sem vekur áhuga svo sem heimspeki, stjórnmálafræði, trúabragðafræði, félagsfræði og fleira í þeim dúr... eeeeeeen ég er ekki alveg til í að gefast upp strax. Hef aðallega verið að sækja um skrifstofu- og sölustörf ýmis konar auk nokkurra útúrdúra hjá atvinnumiðlunum á netinu en eina sem ég hef fengið er svona stöðluð umsókn-þín-hefur-verið-móttekin-meil svo líklega er kominn tími til að breyta um nálgun. Gamlehh þarf bara að fara fyrr út á daginn og koma við í eins og einu eða tveimur fyrirtækjum áður en í ræktina er haldið en hana hef ég stundað af miklu kappi núna upp á síðkastið. Helvíti fínt að vera kominn aftur af stað eftir sex mánaða hlé á meðan maður var á danska kúrnum, þ.e. ruslfæði og öl! Svo hjálpar þetta manni auðvitað bara við að halda sér gangandi og fara ekki að sóa deginum í eitthvað volæði yfir því að lítið sem ekkert hafi gengið hjá manni hér á stormskerinu síðan heim var komið frá Danaveldi. Hojhojhoj! Meðleigjanda mínum, henni Elvu Rut, hefur ekki gengið par vel í atvinnuleitinni heldur en skemmtilegt nokk þá er hún skoppandi um af spenningi yfir tilboði um verkefni í kvikmyndabransanum í þeirri ágætu borg Los Angeles þar sem ég dvaldist um skamman tíma á síðustu öld sælla minninga.
Svo er árshátíð gamla vinnustaðarins, Póstsins/TNT, á laugardag og mun ég kíkja þangað að skála með pakkinu, alltaf gaman að hitta gömlu vinnufélagana. Sem nota bene minnir mig á næstvinsælustu spurninguna þessa dagana, "Ertu byrjaður aftur uppi í Pósti?!". Onei, ekki byrjaður þar og það stendur ekki til þar sem ég veit ekki betur en að allar álitlegar stöður þar séu mannaðar. Eðalvinnustaður og ekkert slæmt um hann að segja en mig langar hreint út sagt bara ekkert að taka skrefið til baka og fara að vinna t.d. sem bílstjóri eða annað slíkt. Been there, done that eins og maðurinn sagði og mig klæjar í puttana að fá að takast á við eitthvað starf sem er einhver áskorun þar sem metnaður minn og keppnisskap fær að njóta sín. Ef það þá býðst einhvern tíma...
:: rassgat 13:04 [+] :
::
...