Jújú, bloggið lifir enn góðu lífi sem og yðar undirritaður. Hef bara lítið haft að segja því ég hef verið ofsalega upptekinn við að gera ekki neitt, og vinna þess á milli... svona líkt og þið hin að því er virðist því langflest bloggin sem maður kíkir á virðast stone dead!
Naunaunau, Barbie-strákurinn og mamma hans komust áfram í
Evróvísjón með hið ágæta popplag "
Fullkomið líf". Eins gott að lagið sem ég held með,
Divine með
Sébastien Tellier frá Frans (orðið á götunni hermir að hann komi á stormskerið áður en langt um líður til að spila hljómlist sína), hafi verið öruggt í aðalkeppnina því lögin sem ég hélt með í forkeppnunum tveimur,
Belgía og
Búlgaría, komust ekki áfram. Minns bara orðinn Evróvísjón-nörri á gamals aldri en það þarf svo sem ekkert að koma á óvart, hef alltaf verið sérlegur áhugamaður um vonda popplist! En áhuginn þetta árið skýrist eins og áður sagði af þátttöku Tellier í keppninni sem og nauðsynlegri upphitun fyrir hið árlega og sérlega hressa Evróvísjón-teitis auk. Vive la France!
PjéEss: Nei, sparkbolti verður ekki ræddur á þessum bænum nema að umræðuefnið sé stórveldið Í.R.