Gamlehh ghetto hooligan situr við tölvuna að myrða tímann fram að
ÍR-leik osso
tónleikum í borg óttans yfir eins og einum eða tveimur fernum af djöfladjús. Hvers vegna ekki að blogga?!
Búinn að ganga um með lítinn bloggling í kollinum í nokkurn tíma sem bjórauglýsing nokkur vakti aftur til lífsins. Var þar á ferðinni auglýsing fyrir
Lite öldósir þar sem raknir voru nokkrir "merkustu" atburðir í sögu íslenskra kvenna. Skemmst er frá að segja að þar bar hæst sundbolir, bikini-sundföt, fegurðarsamkeppnir og jú þessi umræddi horbjór. Nú hef ég ekkert sérstaklega verið orðaður við femínismann en þykir mér þessi sýn auglýsingafólks alveg mögnuð og væri nokkuð athyglisvert að sjá hvaða, og jafnvel hvernig, fólk kemur svona löguðu á koppinn.
En það sem þó hefur vakið meiri furðu mína þetta sumarið og var upphafið af þessum pistli eru dagskrár sjónvarpstöðvanna
Skjás eins og
Stöðvar tvö. Í skugga fótboltahátíðarinnar á
RÚV þótti forkólfum áðurnefndra stöðva alveg kjörið að henda upp einshvers konar stelpudagskrá. Því jú eins og allir vita þá horfa kvenmenn eigi á íþróttir og þarf því að sníða dagskrá sérstaklega að þeim svo þær hafi nú eitthvað að gera á meðan pungsveittur makinn situr öskrandi fullur með hinum gaurunum yfir sparkinu. Og hvað er það sem er talið höfða til kvenna? Jú ógrynni af "raunveruleika"-þáttum um allt frá vafasömum útlitsbreytingum til leit heilalausra puntudúkka að ýmist einhvers konar ást eða frama í því að vera gína, vandamálaþættir, sápuóperur og svo lélegar sjónvarpsmyndir að þær komast ekki einu sinni með tærnar þar sem B-myndir hafa hælana!
Er þetta virkilega sýn manna á kvenmenn?! Eru þær upp til hópa vælandi fífl og einskis nýtar puntudúkkur?! Og það merkilegasta af öllu fannst mér að er ég fletti því upp á netinu þá kom það í ljós að dagskrárstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Skjás eins eru hvoru tveggja kvenmenn. Ja hérna hér, konur eru konum verstar segi ég nú bara. Er það nema furða að ólöglegt niðurhal blómstri á stormskerinu?
Ojæja, vællinn búinn. Yfir og út.